Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út í gærkvöldi til þess að dæla vatni úr kjallaranum á Hafnartúni á Selfossi en þar hafði flætt upp um niðurföll.
Þarna hafði myndast stífla í frárennsliskerfinu úti í götu og fann vatnið sér leið upp úr næstu niðurföllum. Þrjátíu sentimetra djúpt vatn var í kjallaranum en slökkviliðinu gekk vel að dæla vatninu í burtu.