Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, sem gengið hefur á fjöll og tinda víðs vegar um land í ágúst, lauk göngu á þrítugasta tind á Bolafjalli við Bolungarvík að kvöldi 27. ágúst.
Tilgangur verkefnisins var að vekja athygli á Landspítalasöfnun Þjóðkirkjunnar.
„Þetta hefur bæði verið skemmtilegt og gefandi,“ segir Þorgrímur, „og hefur vonandi vakið athygli á góðu málefni.“
Þorgrímur vill þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt hann, bæði með hvatningu og eins því að slást í för með honum á tindana. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á facebook síðunni “30 tindar í ágúst”
Söfnunarreikningur Landspítalasöfnuninnar er 0301-26-050082, kt. 460169-6909.