Þrjátíu virkjanir á borðinu en engin í nýtingarflokki

,,Okkur fannst það einkennilegt að þegar við fengum málið aftur til umsagnar þá voru engir virkjunarkostir á Suðurlandi lengur í nýtingarflokki,” sagði Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Árborg.

„Það virðist hafa verið allt í plati sú ákvörðun að vinna málið á faglegum nótum,” bætti hann við. „Bæjarráð Árborgar samþykki samhljóða á fundi sínum fyrir stuttu að mótmæla því að engin virkjunarkostur á Suðurlandi sé lengur í nýtingarflokki. Helgi segir það í raun fráleita niðurstöðu. „

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, benti á að allir flokkar stæðu að þessari ályktun enda væri að renna upp fyrir Sunnlendingum að þeir fengju ekki að virkja þrátt fyrir að vera með eitt gjöfulasta virkjunarsvæði landsins.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinKöntrí-stemmning á reiðhallarballi
Næsta greinÍsfirðingar sterkari í síðari hálfleik