Þrjú slys á þriðjudegi

Árekstur og klippuvinna á Eyravegi í maí. Ljósmynd/BÁ

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglunni á Suðurlandi í liðinni viku, öll á sama þriðjudeginum. Aðeins voru slys á fólki í einu tilvikanna.

Þá rákust saman tveir bílar á Eyravegi á Selfossi, þegar bifreið var ekið út frá bílastæði Húsasmiðjunnar í veg fyrir bíl sem ók um Eyraveginn. Sá bíll valt við áreksturinn.

Þennan sama þriðjudag feyktist planki af vörubílspalli á fólksbifreið á Biskupstungnabraut og hlutust nokkrar skemmdir af því án þess þó að slys yrðu á fólki. Þriðja slysið á sama degi varð á Rangárvallavegi þegar vörubifreið valt skammt vestan við Keldur.

Um liðna helgi var árlegt motorkross mót á Kirkjubæjarklaustri. Um 200 manns eru talin hafa sótt mótið og gekk mótshaldið vel fyrir sig þrátt fyrir að blautt væri á mótsgestum.

Fyrri greinHærri sektir hafa mögulega áhrif á ökuhraða
Næsta greinLjúfir tónar í Bókakaffinu