„Þrjúhundruð manna Facebook grúppa ýtti við okkur“

„Við fundum fyrir mikilli eftirspurn frá Sunnlendingum áður en við fórum bjóða upp á heimsendingar utan höfuðborgarsvæðisins. Við heyrðum af hópum sem sáu sjálfir um að skipuleggja flutning á matarpökkunum okkar austur,“ segir Erla Arnbjarnardóttir hjá Eldum rétt.

Dæmi um slíkan hóp er Facebook-grúppan “Eldum rétt á Selfoss” sem um 300 manns tilheyra enn þann dag í dag. „Vitandi af svo stórum hópi ýtti svo sannarlega við okkur og sýndi okkur að eftirspurnin var til staðar,“ segir Erla.

Eldum rétt fór því að bjóða Sunnlendingum heimsendingu fyrir rúmu ári síðan. „Viðtökurnar hafa verið ljómandi góðar og viðskiptavinir mjög ánægðir með að geta fengið matarpakkann sinn sendan beint heim að dyrum,“ segir Erla.

„Við sendum matarpakkana heim og sendlarnir okkar skilja þá eftir á þeim stað sem óskað er eftir. Hráefnin í uppskriftirnar koma í vel lokuðum kassa og í kassanum eru kælimottur sem halda öllu köldu þar til hráefnin komast í kæli. Heimsendingarnar eru keyrðar út alla þriðjudaga milli 12:30 og 18:00,“ segir Erla en þau senda á Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu og Hvolsvöll.

Minni matarsóun
Eldum rétt var stofnað árið 2014 og býður upp á matarpakka sem fólk fær heimsenda. Í hverjum matarpakka er að finna fyrsta flokks fersk og holl hráefni fyrir þrjá rétti. Ásamt hráefnunum fylgja nákvæmar uppskriftir sem leiða fólk áfram skref fyrir skref.

„Einn af kostum þess að nýta þjónustu Eldum rétt er minni matarsóun þar sem hráefnin koma alltaf í réttum hlutföllum. Ef við náum ekki að nýta einhver hráefni þá sendum við þau í Fjölskylduhjálp Íslands. Við heyrum oft sögur af fólki sem segir færni sína í eldamennsku hafa aukist til muna eftir að það fólk að elda uppskriftirnir okkar. Það finnst okkur virkilega gaman að heyra,“ segir Erla.

„Réttirnir í matarpökkunum eru allt frá hefðbundnum sígildum réttum upp í paleo- og vegan rétti. Svo erum við að byrja með nýjan Heilsupakka í haust. Heilsupakkinn hentar þeim sem vilja huga vel að heilsunni og borða hollt og trefjaríkt fæði ásamt ríku magni af grænmeti. Stuðst er við ráðleggingar frá landlækni þegar kemur að hitaeiningafjölda í hverjum skammti sem fer ekki yfir 700 hitaeiningar,” segir Erla að lokum.

Fyrri greinTómas Sæmundsson, sjálfstæðisbaráttan og fullveldið 1918
Næsta greinUmhverfisverðlaun á þrjá staði