Gríðarlegt þrumuveður hefur verið á Suðurlandi eftir hádegi í dag með rigningu og hagléli á tímabili á Selfossi og nágrenni.
Samkvæmt skjálftakorti Veðurstofunnar hafa nokkrar eldingar mælst í við suðurströndina milli Ölfusár og Þjórsár og einnig í Mýrdalnum og austan við Klaustur. Gríðarlegar þrumur hafa heyrst í kjölfar eldinganna.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skúraskýin á suðurhelmingi landins séu háreist í dag og má búast við eldingum úr sumum þeirra.