Vegna viðhalds á miðlunargeymi og endurnýjun stofnlagna má búast við þrýstingssveiflum á heita vatninu hjá Selfossveitum.
Einnig er mun meira gas í vatninu þar sem því er dælt beint af vinnslusvæði inn á dreifikerfið fram hjá miðlunargeymi. Neytendum er því bent á að vera á varðbergi og lofttæma húsveitur, sérstaklega þarf að huga að gólfhita kerfum með uppblöndun því loft á þeim kerfum getur skaðað hringrásardælur.
Þetta ástand getur verið viðvarandi næstu fjórar til sex vikur. Vatnsnotendur og húseigendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði og leita upplýsinga hjá Selfossveitum varðandi vandamál sem upp koma.