Umferðin á Selfossi hefur þyngst eftir því sem liðið hefur á daginn og hafa lítilsháttar tafir verið við Ölfusárbrú og hringtorgið í Hveragerði.
Auk þess er þung umferð á götum Selfossbæjar í kringum íþróttasvæðið og tjaldsvæði unglingalandsmótsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig.
Lögreglan viðhefur hefðbundið umferðareftirlit, m.a. í samvinnu við lögregluna á Hvolsvelli og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Þá eru sérsveitarmenn í útkallsfæri og aðstoða ef þörf er á.
Frá miðnætti hafa tæplega 7.300 bílar farið um Suðurlandsveg milli Hveragerði og Selfoss, þar af tæplega 1.000 síðasta klukkutímann. Búast má við að umferðin þyngist enn frekar fram á kvöld.