Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi en þó er þæfingsfærð í Grafningi.
Í uppsveitum Rangárvallasýslu er víða þæfingsfærð og þungfært efst á Skeiðavegi og Landvegi.
Seint í kvöld gengur í hvassa norðanátt með éljum og talsverðum skafrenningi um norðanvert landið. Einnig snjófjúk syðra í nótt, en úrkomulaust. Verður skammvinnt og vestantil lægir með morgninum.