Rangárþing ytra á á mikið af sumarhúsalóðum og landi telur sveitarstjórn mikilvægt að því landi verði komið í nýtingu.
Sveitarstjórn samþykkti á dögunum að kynna þessa möguleika fyrir fólki sem hefði áhuga á að byggja upp og setjast að í sveitarfélaginu eða eyða sínum frítíma á svæðinu.
Mörg skipulagsmál og byggingarmál hafa verið á dagskrá hreppsnefndar. Þar er verið að skipuleggja nýbýli í dreifbýlinu og einnig húsbyggingar vegna uppbyggingar á atvinnustarfsemi.
Í samþykkt frá sveitarstjórnarfundi segir að forsenda þróunar sveitarfélags sé að fólk vilji setjast að og byggja upp og er það greinilegt að margir velji þann kost að byggja upp í Rangárþingi ytra.