„Við höfum fest kaup á þremur samliggjandi jörðum sem eru í sjónlínu við Geysi og með útsýni yfir Langjökul í allar áttir,“ segir Birgir Örn Arnarson, stjórnarformaður fasteignaþróunarfélagsins Arwen.
Félagið hyggst byggja þúsund manna ferðaþjónustuþorp á jörðunum á næstu fjórum til fimm árum.
Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Um er að ræða jarðirnar Markholt, Einiholtsás og Kistutjarnir sem eru á og við Dagmálaásinn sunnan við Kjarnholt. Samtals eru jarðirnar 76 hektarar og þar er búið að skipuleggja 8.000 fermetra byggð
Birgir Örn segir þjónustumiðstöðina henta ferðamönnum sem fari Gullna hringinn. Notast verður við nýjar byggingaraðferðir svo þorpið muni rísa á sem skemmstum tíma.