Endurbyggðar Hrunaréttir voru vígðar í morgun að viðstöddu fjölmenni en talið er að eittþúsund manns hafi verið í almenningnum þegar vígslan fór fram.
Fjárbændur í Hrunamannahreppi hófu endurbygginguna árið 2010 en sauðfjárræktarfélagið stóð að byggingunni í samstarfi við sveitarfélagið og búnaðarfélagið.
Réttað var í fyrsta sinn í nýju réttunum árið 2011 en þær voru endanlega tilbúnar nú í haust. Mannvirkið er hið glæsilegasta en stuðlaberg frá Hrepphólum er áberandi í réttunum.
Vel á sjöunda þúsund fjár var dregið í dilka í dag og sögðu þeir bændur sem sunnlenska.is ræddi við að fé kæmi þokkalega vænt af fjalli en það væri misjafnt og hefði oft litið betur út.
Nýjar réttir voru vígðar í Hrunamannahreppi í uppsveitum Árnessýslu í morgun í blíðskaparveðri. Réttirnar eru gerðar að hluta til úr stuðlabergi úr sveitinni og allar hinar glæsilegustu.