Uppsetning Leikfélags Selfoss á Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk Símonarson hefur svo sannarlega slegið í gegn en í gærkvöldi kom þúsundasti leikhúsgesturinn á sýninguna.
Það var Ósk Unnarsdóttir á Selfossi og færði Sigrún Sighvatsdóttir, formaður LS, henni blóm og bókargjöf í lok sýningar í gærkvöldi.
Leikfélag Selfoss frumsýndi verkið í lok janúar í Litla leikhúsinu við Sigtún og munu sýningar standa til 8. mars næstkomandi. Um fjörutíu manns koma að uppsetningunni en leikstjóri sýningarinnar er Lilja Nótt Þórarinsdóttir.