Þykkt öskulag á Skógaheiði

Mikil aska hefur fallið á heiðarnar næst eldstöðvunum, á Skógaheiði og Sólheimaheiði. Starfsmenn Landgræðslunnar mældu mest 5,4 sm öskuþykkt á Skógaheiði.

Starfsmenn Landgræðslunnar fóru á dögunum í vettvangsferð um Skógaheiði, Sólheimaheiði og inn í Þakgil á Höfðabrekkuheiði. Tilgangur ferðarinnar var að skoða aðstæður í kjölfar öskufalls og meta ástand beitilanda. Landgræðslan hefur sett á laggirnar aðgerðateymi sem fylgist með framvindu mála og metur mögulegar aðgerðir. Þessi ferð var liður í þeirri vinnu.

Mikil aska hefur fallið á heiðarnar en mun minni aska var á leiðinni inn að Þakgili.

Mest reyndist þykkt öskunnar, þar sem mælt var, 5,4 cm á Skógaheiði. Á vef Landgræðslunnar er sagt að ljóst sé að sá lágvaxni góður sem var til staðar á þessum heiðum mun bíða tjón af öskufallinu og að beitarþol landsins verður mjög skert.

Langan tíma mun taka land að jafna sig og verður fylgst nákvæmlega með framvindu og ástandi á þessum svæðum.

Fyrri greinTeikningar að viðbyggingu grunnskólans kynntar
Næsta greinHelmingi minna plantað í Hekluskóga