Þyrla sækir slasaðan sleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út laust eftir kl. 18 í kvöld til að sækja vélsleðamann sem slasaðist sunnan Skjaldbreiðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, með félögum sínum þegar hann féll af vélsleðanum. Slysið átti sér stað í Þjófahrauni, sunnan við Skjaldbreið. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru.

Þyrlan fór í loftið kl. 18:52 og var reiknað með að hún væri komin á slysstað kl. 19:20.

Fyrri greinSelfoss í úrslitaleikinn
Næsta greinSíðasti sýningardagur í Listasafninu