Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í gær til að sækja mann sem hafði fengið hjartaáfall í grennd við Árnes í Gnúpverjahreppi.
Þyrlan flutti manninn á Landsspítalann, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í frétt á Vísi kemur fram að þyrlan var komin á loft aðeins 19 mínútum eftir að útkallið barst og að öll áhöfnin var heima hjá sér þegar það gerðist.
Eðlilegt þykir að það geti tekið hátt í klukkustund að koma þyrlu á loft eftir útkall.