Það reyndist mjög svo krefjandi verkefni að koma konuninni sem slasaðist við Bláhnúk í Landmannalaunum af vettvangi að sjúkabifreið og því var óskað eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Konan var á göngu við Bláhnúk þegar hún hrasaði og gat ekki gengið af sjálfsdáðum. Slysstaðurinn var í þónokkrum bratta og því þurfti konan aðstoð.
Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landsmannalaugum aðstoðuðu konuna auk þess sem kallað var eftir frekari aðstoð úr byggð.
Um klukkan hálf þrjú var konan komin um borð í þyrluna sem flutti hana af vettvangi og björgunarsveitarfólki sem var á leið á vettvang var snúið við.
TENGDAR FRÉTTIR:
Slasaðist við Bláhnúk