Nú styttist óðum í að kennsla hefjist í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en kennarar munu mæta til vinnu þann 13. ágúst, nýnemar mæta þann 18. ágúst en formleg kennsla hefst þann 19. ágúst.
„Brautarkerfið er mjög breytt og er enn í mótun en við hefjum kennslu skv. lögum frá 2008, og keyrum af stað með þriggja ára stúdentsprófs fyrirkomulag.
Val nemenda er mjög breytt og munu þau geta stjórnað náminu meira en áður, kjarninn er hlutfallslega minni og námið er þrepaskipt sem kallar á meira skipulag og ábyrgð nemendanna sjálfra frá byrjun námsins,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari þegar hún var spurð um helstu breytingar nú í skólanum.