Í dag eru 1.677 manns í einangrun og sóttkví í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna COVID-19. Nú eru 750 í einangrun og 927 í sóttkví.
Flestir eru í einangrun í Árborg, 214 einstaklingar og 327 í sóttkví, þar af eru 184 í einangrun á Selfossi og 281 í sóttkví. Í Hveragerði eru 60 í einangrun og 58 í sóttkví og í Bláskógabyggð eru 60 í einangrun og 58 í sóttkví.
Þá eru 59 í einangrun og 92 í sóttkví í Ölfusinu, þar af eru 47 í einangrun í Þorlákshöfn og 84 í sóttkví.
Í Rangárþingi hefur smitum fjölgað talsvert síðustu daga. Í Rangárþingi ytra og Ásahreppi eru 62 í einangrun og 95 í sóttkví og í Rangárþingi eystra eru 53 í einangrun og 46 í sóttkví.
Í V-Skaftafellssýslu eru staðan betri. Fimm eru í einangrun í Mýrdalshreppi og tveir í Skaftárhreppi. Í sýslunni eru samtals 87 í sóttkví, stærstur hluti þess hóps í Víkurþorpi.
Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.