Stórglæsileg hátíðardagskrá verður á Selfossi á baráttudegi verkalýðsins á morgun. Gengið verður frá Tryggvaskála að Austurvegi 56 kl. 11.
Félagar í hestamannafélaginu Sleipni fara fyrir göngunni og Lúðrasveit Selfoss spilar.
Ræðumenn dagsins eru Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður og Guðrún Jónsdóttir frá Félagi eldri borgara á Selfossi. Fundarstjóri er Stefanía Geirsdóttir frá FOSS.
Lína langsokkur skemmtir og hljómsveitin Blár Ópal flytur nokkur lög. Félagar í Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna eðalvagna á svæðinu.
Stéttarfélögin bjóða börnum andlitsmálningu og stuttan reiðtúr sem Sleipnismenn sjá um.
Í tilefni dagsins bjóða stéttarfélögin síðan gestum upp á hátíðarkaffi.