Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samið við nemendur í 10. bekk Flóaskóla um aðstoð við frímínútugæslu í skólanum.
Samningur um þetta var lagður fram á fundi sveitarstjórnar í gær og samþykktur samhljóða.
Samningurinn gerir ráð fyrir því að nemendur aðstoði við gæslu í frímínútum ásamt skólaliðum og kennurum gegn styrk frá Flóahreppi sem rennur í ferðasjóð nemendanna.
Þetta fyrirkomulag hefur m.a. verið haft í Grunnskólanum í Hveragerði með góðum árangri.