Nú er lokið spurningakeppninni „Kveiktu“, sem er árlegur viðburður í starfi Vallaskóla á Selfossi. Til úrslita í ár kepptu lið 9. RS og 10. MA.
Keppnin var skemmtileg og spennandi – og í byrjun var ekki að sjá að þau yngri gæfu hinum eldri neitt eftir. En svo fóru leikar að 10. MA vann með glæsilegum lokaspretti.
Sigurliðið skipuðu þær Alexandra Ásgeirsdóttir, Elsa Margrét Jónasdóttir og Vigdís Björg Valgeirsdóttir. Keppinautar þeirra í þessari lokaviðureign voru Ísak Þór Björgvinsson, Sveinn Ægir og Sesselja Sólveig Birgisbörn.
Verðlaun voru veitt, bæði bókagjafir frá Vallaskóla og páskaegg frá Krónunni, auk þess sem þær stöllur fá nöfn sín rituð á fót Lampans, sem er farandgripur keppninnar.