Það sem af er þessu ári hafa komið upp ellefu tilfelli vegna salmonellu í alifuglabúum á Suðurlandi. Vegna þessa þurfti að farga og urða um eitthundrað þúsund fuglum.
Þetta kemur fram í fundargerð frá nýlegum fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Ekki fæst uppgefið á hvaða búum salmonellan kom upp þar sem miklir viðskiptahagsmunir eru í húfi.
Kjúklingarnir voru urðaðir í Álfsnesi í Mosfellsbæ þar sem ekki er heimilt að urða dýrahræ á Suðurlandi.