Miðaeigandi sem keypti 104 milljón króna vinningsmiða í Lottóinu á annan í jólum hefur ekki gefið sig fram. Miðinn var seldur í Krambúðinni á Selfossi.
„Það væri gaman ef hann kæmi að ná í peninginn sinn,“ segir Stefán S. Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í Morgunblaðinu í dag.
Stefán segir það sjaldgæft í dag að vinningar sitji eftir ósóttir, hvað þá svona stórar fjárhæðir.
Um var að ræða tíu raða lottómiða og eru miðahafar sem keyptu miðann sinn í Krambúðinni beðnir um að skoða hann vel.