112-dagurinn í dag

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag, 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það.

Að þessu sinni verður áherslan á getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst.

Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar um land allt halda upp á daginn með ýmsu móti. ‎Í Vík í Mýrdal verður t.d. Björgunarsveitin Víkverji, Rauði krossinn og slökkviliðið með opið hús og heitt á könnunni milli kl. 17 og 18:30.

Í Kjarnanum á Selfossi kl. 15 til 17 verður Rauði krossinn á staðnum og gefst fólki kostur á að reyna sig í hjartahnoði og endurlífgun.

112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu á sama tíma en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins.

Fyrri greinFirmakeppni í Hamarshöllinni
Næsta greinFjórir teknir með fíkniefni