120 Toyotur þvegnar

Þjónustudagur Toyota er í dag um allt land og á Selfossi slógu menn ekki slöku við í bílaþvottinum í morgun.

Toyotaeigendum er boðið að koma í umboðið á Selfossi til kl. 15 í dag þar sem vaskir handboltamenn þrífa bílinn að utan. Á meðan geta bíleigendurnir gætt sér á grilluðum pylsum og börnin hoppað í hoppukastala. Þegar ekið er af stað aftur bíður óvæntur glaðningur í framsæti bifreiðarinnar.

Þórir Tryggvason, þjónustustjóri Toyota á Selfossi, sagði í samtali við sunnlenska.is að líklega myndu um 120 bílar verða þrifnir í dag en mikil ánægja sé meðal viðskiptavina með þessa árlegu upplyftingu Toyotaumboðsins.

Fyrri greinJón Ingi fékk menningarviðurkenninguna
Næsta greinHlekktist á við Hvolsvöll