Í dag eru 142 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fækkað um átta í einangrun síðan á mánudaginn.
Einnig hefur fækkað um 30 manns í sóttkví síðan á mánudaginn en í dag eru 114 einstaklingar í sóttkví. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.
Flestir eru í einangrun í Árborg, samtals 40, þar af 28 á Selfossi. Í Árborg eru 15 í sóttkví, þar af 11 á Selfossi. Inni í tölunum frá HSU eru Vestmannaeyjar en þar er 31 í einangrun og jafn margir í sóttkví.
Samkvæmt fyrstu tölum af covid.is greindust 119 með COVID-19 innanlands í gær og voru 80 af þeim utan sóttkvíar.