Umferðin um verslunarmannahelgina var að meðaltali rúmlega 12% minni en um sömu helgi í fyrra. Þessi niðurstaða fæst þegar skoðaðir eru sex talningastaðir út frá höfuðborgarsvæðinu.
Umferðin austur fyrir fjall reyndist 13,3% minni en um sömu helgi fyrir ári síðan. Norður fyrir varð samdrátturinn 10,5%.
Um Hellisheiði dróst umferðin saman um 14,4% yfir þrjá daga en um Hvalfjarðargöng varð 11,3% samdráttur. Umferðin á sjálfum frídegi verslunarmanna, eða á mánudeginum, reyndist 6,5% minni en í fyrra heilt yfir.