Um þessar mundir eru 149 mannvirki í byggingu í Sveitarfélaginu Árborg á mismunandi byggingarstigum.
Í nýlegri skýrslu um stöðu byggingarframkvæmda sem kynnt var fyrir bæjaryfirvöldum kemur fram að fjöldi fullgerða bygginga frá því í febrúar 2014 eru 39 og fjöldi mannvirkja á byggingastigi eru 108.
Þá eru komnar undirstöður undir 21 byggingu og jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við 20 byggingar.
„Það er vissulega að verða hreyfing á hlutunum,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar. Hún segir að margar þessara bygginga hafi verið talsvert lengi í byggingu, jafnvel allt því frá fyrir hrun.
„Það er hinsvegar ánægjulegt að sjá hreyfingu á þeim eignum,“ segir Ásta.