Alls verður 151 nemandi við nám í Menntaskólanum að Laugarvatni í vetur. Þar af hefja 54 nýnemar skólagöngu við skólann, 52 í 1. bekk og tveir í 3. bekk.
Mánudaginn 24. ágúst koma nýnemar á staðinn með foreldrum eða forráðamönnum sínum til fundar með stjórnendum, húsbónda á heimavist, umsjónarkennurum sínum og námsráðgjafa.
Svokallaður nýnemadagur, hvar nýnemar fá kynningu og fræðslu á skólanum og staðnum er haldinn þriðjudaginn 25. ágúst og síðdegs þann dag fara eldri nemendur að tínast á staðinn. Skólasetning er kl. 8:15 miðvikudaginn 26. ágúst og kennsla hefst svo í beinu framhaldi.
Alls eru starfsmenn menntaskólans 39 að þessu sinni.