Í dag er 161 einstaklingur í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fjölgað um 26 síðan í gær.
Fólki í sóttkví hefur hins vegar fækkað talsvert en nú eru 248 í sóttkví en voru 320 í gær.
Flestir eru í einangrun í póstnúmerinu 851, sem er dreifbýlið í Rangárþingi ytra og Ásahreppur. Þar er 32 í einangrun og 18 í sóttkví.
Á Selfossi eru 30 í einangrun og hefur fjölgað um níu frá því í gær en í dag eru 72 í sóttkví á Selfossi. Átján eru í einangrun í Sveitarfélaginu Ölfusi og 29 í sóttkví. Fólk er í einangrun í öllum þéttbýlisstöðum á Suðurlandi, nema Eyrarbakka, Stokkseyri og Kirkjubæjarklaustri.
Þetta kemur fram í daglegum tölum frá HSU.
Samkvæmt fyrstu tölum af covid.is greindust 151 með COVID-19 innanlands í gær og var helmingurinn utan sóttkvíar.