Í dag, 10. október, var 16,8°C hiti á Eyrarbakka, hægviðri og heiður himinn nú eftir hádegi og 14°C hiti í Tindfjöllum.
Þetta er sannkölluð hitabylgja miðað við að í dag er tíundi dagur októbermánaðar.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að veðurspáin er eftirfarandi: Hægir vindar, en strekkings austanátt allra syðst á landinu í dag. Skýjað með köflum við suður- og austurströndina, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti víða 10 til 17 stig í dag, hlýjast á Vesturlandi. Þykknar upp vestanlands á morgun, en bjartviðri austantil og áfram milt í veðri.