170 fermetra ærslabelgur í Hveragerði

Gamli ærslabelgurinn í Hveragerði. Mynd úr safni. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum í júní að setja upp nýjan ærslabelg í Hveragerði og í kjölfarið var óskað eftir tillögum frá íbúum um staðsetningu á honum.

Alls bárust 75 tillögur og lögðu þær flestar til að um sömu staðsetningu yrði að ræða og á gamla belgnum við Dynskóga.

Bæjarráð Hveragerðis hefur nú samþykkt að taka tilboði frá Leiktæki & Sport ehf í nýjan ærslabelg og verður hann 70 fermetrum stærri en gamli belgurinn, eða samtals 170 fermetrar.

Umhverfisdeild bæjarins verður falið að setja girðingu eða aðrar úrbætur í kring um belginn til að sporna við því að hjól komist upp á hann, sem varð þess valdandi að gamli belgurinn eyðilagðist.

Fyrri greinNý Hamarshöll úr „föstum efnum“ sett á teikniborðið
Næsta greinÞakkir frá Okkar Hveragerði