Stjórn Framsóknarfélags Árborgar skorar á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður 1. og 2. október næstkomandi.
Stjórn félagsins samþykkti áskorunina á fundi sínum í gær.
Fleiri Framsóknarfélög hafa á undanförnum dögum skorað á Sigurð Inga, sem er varaformaður flokksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, meðal annars Framsóknarfélag Austur-Húnavatnssýslu og Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra.