Frosthörkur eru á landinu í dag en -19,1°C frost var á Kálfhóli á Skeiðum kl. 10 í morgun.
Á Þingvöllum, Hellu og í Stóru-Sandvík var -18°C frost kl. 10 og -17°C frost við ströndina.
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytileg átt sunnan- og austantil og víða léttskýjuðu í dag. Vaxandi austan átt sunnantil í kvöld með snjókomu, 15-23 m/s í nótt, hvassast við ströndina. Annars hægari vindur og þurrt.
Dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, en víða dálítil él síðdegis. Frost 4 til 18 stig, kaldast inn til landsins.