Ekki virðist hylla undir að ráðist verði í nýjan golfvöll vestur af Þorlákshöfn en áform um það voru lögð til hliðar fyrir tveimur árum.
Undirbúningur vegna golfvallarins var langt komin þegar fjárfestar drógu að sér hendina. Þá var búið að verja um 200 milljónum króna í undirbúning enda má segja að hönnun golfvallarins hafi verið langt komin.
Að sögn Kristbjörns Gunnarssonar, vallarstjóra á Þorláksvelli, er það mikil synd að verkefninu skuli ekki hafa verið hrint í framkvæmd en hann var þar starfsmaður um tíma. „Ég myndi halda að það gæti verið áhugavert fyrir erlenda fjárfesta að koma að slíku verkefni,“ sagði Kristbjörn.
Nýi völlurinn átti að vera sandvöllur og höfða til útlendinga. Ljóst er að hann gæti skapað mörg störf ef hann kæmist í framkvæmd.