210 í einangrun á Selfossi

Á Selfossi eru 210 í einangrun og 246 í sóttkví. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 635 manns í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, þar af 210 á Selfossi.

Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Suðurlandi síðustu daga. Í Árborg eru 245 í einangrun og 275 í sóttkví, langstærstur hluti þessa hóps er á Selfossi.

Í Hveragerði eru 53 í einangrun og 52 í sóttkví og í Ölfusinu eru 45 í einangrun og 57 í sóttkví.

Í Rangárvallasýslu eru 78 í einangrun og 53 í sóttkví. Flestir eru í einangrun í dreifbýlinu, 31 í póstnúmerinu 851 og 30 í Rangárþingi eystra.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinViðbygging við grunnskólann boðin út í febrúar
Næsta greinGul viðvörun í nótt