Óvæntur sumarblíðudagur í gær virtist örva ökumenn á vegum Suðurlands því lögreglan á Suðurlandi hefur kært 22 ökumenn fyrir hraðakstur síðastliðinn sólarhring. Sá sem hraðast ók var mældur á 137 km/klst.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka sviptir ökuréttindum og var annar þeirra grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Þrjú umferðarslys urðu en engin slys voru á fólki. Eins var tilkynnt um að ekið hefði verið á kind og hún skilin eftir í vegkanti en ökumaðurinn var á bak og burt.