Alls eru 22 umsækjendur um starf sveitarstjóra í Grímsnes- og Grafningshreppi. Upphaflega voru umsóknirnar 29 en sjö hafa dregið umsókn sína til baka.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ákvað á fundi sínum þann 1. júní að auglýsa starf sveitarstjóra og var Hagvangur fenginn til að sjá um ráðningarferlið.
Umsækjendurnir eru:
Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari
Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri
Björg Erlingsdóttir, fv. sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps
Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur fjölskyldusviðs
Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga
Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri
Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi
Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi
Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Ingvi Már Guðnason, verkstjóri
Jóhann Ásgrímur Pálsson, sérfræðingur
Jóhannes Hreiðar Símonarson, framkvæmdastjóri
Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála
Jón G. Valgeirsson, fv. sveitarstjóri Hrunamannahrepps
Kolbeinn Már Guðjónsson, viðskipta og innkaupastjóri
Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri
Kristján Einir Traustason, sjálfstætt starfandi
Kristján Guðmundsson, starfsmaður Landsbankans
Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður
Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri
Örn Þórðarson, borgarfulltrúi
Verið er að vinna í ráðningarferlinu.