Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2014 viðurkenningu í síðustu viku. Af þeim 577 fyrirtækjum sem komust á lista eru 23 fyrirtæki á Suðurlandi.
Þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri, hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, eignir eru metnar á að minnsta kosti 80 milljónir króna og eiginhlutfall er 20% eða hærra.
Í Þorlákshöfn eru það Ísfélag Þorlákshafnar og Jarðefnaiðjaður ehf sem komust á listann. Eldhestar á Völlum í Ölfusi eru á listanum ásamt Jeppasmiðjunni á Ljónsstöðum í Sandvíkurhreppi.
Á Selfossi eru fyrirtækin Auðhumla, Set, Jötunn vélar, Fossvélar, JÁVERK, Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands, Guðmundur Tyrfingsson og Stóra-Ármót ehf á listanum.
Í uppsveitum Árnessýslu komast Hótel Geysir, Garðyrkjustöðin Gufuhlíð, Gullfosskaffi, loðdýrabúið í Ásgerði II og Flúðasveppir á listann.
Í Rangárþingi ytra eru Hallgerður ehf, sem rekur m.a. Hótel Rangá, á listanum ásamt Þjótanda ehf og Sláturhúsi Hellu. Höfðabrekka og E. Guðmundsson í Mýrdalshreppi eru á listanum og Bær hf. á Kirkjubæjarklaustri sem rekur Icelandair Hótel Klaustur.