Klukkan átta í kvöld var -24,6°C stiga frost í Bræðratungu í Biskupstungum, sem er mesta frost sem mælst hefur á láglendi á landinu í dag.
Þrátt fyrir kuldann hefur ekkert verið hægt að kvarta yfir veðrinu á Suðurlandi í kvöld, nánast logn og stjörnubjartur himinn. Það hefur hins vegar verið ískalt og klukkan tíu sagði mælirinn í Þykkvabænum -22,9°C og á Kálfhóli á Skeiðum var -22,2°C í hádeginu í dag.
Á hálendinu er ennþá kaldara en klukkan 17 í dag var -27,3°C í Veiðivatnahrauni, sem er mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag.