Í dag eru 79 manns í einangrun í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna COVID-19, flestir á Selfossi.
Á Selfossi eru 29 í einangrun og 59 í sóttkví. Í Vestmannaeyjum eru 12 í einangrun og 43 í sóttkví.
Þá eru tíu manns í einangrun í Grímsnesinu og þar eru átta í sóttkví. Önnur smit og einstaklingar í sóttkví dreifast um flest sveitarfélög á Suðurlandi.
Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Í gær greindust 176 manns með COVID-19 innanlands og voru 86 þeirra utan sóttkvíar, að því er fram kemur á covid.is.