Í dag eru 29 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Sjö eru í einangrun í Árborg, þar af fimm á Selfossi. Þá eru fimm í einangrun í Skaftárhreppi og fjórir í Hveragerði.
Á Suðurlandi eru 40 manns í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti, þar af 14 á Selfossi.
Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Í gær greindust 80 innanlands með COVID-19 og voru 37 utan sóttkvíar.