3.453 á kjörskrá

Hella. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Laugardaginn 25. september verður gengið til kosninga um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.

Alls eru 3.453 einstaklingar á kjörskrá í sveitarfélögunum fimm og skiptast þeir þannig; Ásahreppur 159, Rangárþing ytra 1247, Rangárþing eystra 1306, Mýrdalshreppur 370 og Skaftárhreppur 371.

Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna og er hægt að gera athugasemdir fram að kjördegi. Kosningaréttur í sameiningarkosningum er hinn sami og í sveitarstjórnarkosningum, þ.e. allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi.

Enn fremur eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

Þessa dagana eru haldnir íbúafundir til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu. Síðustu fundirnir veðra í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í kvöld, á Laugalandi annað kvöld og í íþróttahúsinu á Hellu á miðvikudagskvöld.

Fyrri greinSamkeppni um nýtt kórverk
Næsta greinSelfoss leikur báða leikina í Tékklandi