Lögreglan telur að á milli 3-5 þúsund manns séu á Bestu tónlistarhátíðinni í Galtalæk. Skemmtanahald næturinnar fór vel fram.
Lögreglan segir að töluverð ölvun hafi verið á svæðinu en þrír voru teknir fyrir meintan ölvunarakstur í nágrenni Galtalækjar í nótt.
Önnur útihátíð er í Rangárvallsýslu en 3-500 háskólanemar skemmta sér í Hallgeirsey í Landeyjum. Þar fór allt vel fram í nótt.