Um 30% þeirra sem leituðu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í sumar voru ferðamenn, þ.e. heimilisfang þeirra var utan upptökusvæðis stofnunarinnar.
Á hverjum degi í sumar voru bráðaatvik á heilsugæslunni á Selfossi rúmlega fimmtíu talsins og sýna tölur að í allt að sautján tilfellum á dag var um aðkomufólk að ræða. Tölurnar eru fengnar úr könnun á móttökum heilsugæsla.
Tölur þessar koma ekki á óvart þar sem mikið er um að fólk sé á ferðalagi og auk þess dvelja þúsundir í sumarbústöðum á Suðurlandi yfir sumartímann.