31 sótti um starf framkvæmdastjóra SASS

SASS-húsið á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Alls er 31 umsækjandi um starf framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en umsóknarfresturinn rann út þann 24. febrúar síðastliðinn.

Nöfn umsækjenda verða ekki birt, samkvæmt svari sem sunnlenska.is fékk frá ráðgjafarfyrirtækinu Intellecta, sem sér um ráðningarferlið. Upplýsingalögin ku ekki gilda um samtök á borð við SASS, sem öll sveitarfélög landshlutans eiga aðild að.

Starfið var auglýst í kjölfar þess að stjórn SASS og Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, komust að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum. Bjarni hafði verið framkvæmdastjóri SASS í tíu ár.

Umsækjendum um starfið var gert að senda inn ítarlegt kynningarbréf, þar sem gerð væri grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Fyrri greinMikil eftirvænting eftir opnun Laugarás Lagoon
Næsta greinBeeman með sprengidagsþrennu