Í dag eru 32 í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19 og hefur þessi tala lækkað skarpt í vikunni. Á þriðjudag voru 50 manns í einangrun.
Af þessum 32 eru flestir í einangrun í Árborg, tuttugu talsins; 12 á Selfossi, 9 á Eyrarbakka, 1 á Stokkseyri og 1 í Sandvíkurhreppi.
Nú eru 23 í sóttkví á Suðurlandi, þar af 20 í Árborg; 16 á Selfossi, 2 á Eyrarbakka og 2 á Stokkseyri.
Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Í gær voru 8 kórónuveirusmit greind innanlands að því er fram kemur á covid.is.