32 kærðir fyrir hraðakstur

Síðasta vika leið án stórra tíðinda hjá lögreglunni á Suðurlandi, fyrir utan hræringar í Kötlu eins og hefur verið rakið rækilega í fjölmiðlum.

Í vikunni voru 32 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur sem er mun minna en venjulegt er. Bæði er að dregið hefur úr umferð og hitt að umferðareftirlit hefur verið öflugt. Afskipti voru höfð af þremur ökumönnum vegna meints ölvunaraksturs, annar þeirra hafði aldrei tekið ökupróf Einn ökumaður var kærður vegna meints fíkniefnaaksturs.

Lögreglumenn hafa auk þessa sinnt fjölmörgum tilkynningum frá almenningi sem vantaði aðstoð af ýmsu tagi.

Fyrri greinFyrsti titill Þórsara í meistaraflokki
Næsta greinBúið að opna á Sólheimajökul