Fyrr í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út að Akstaðaá á Þórsmerkurleið, hvar hún rennur norðan við Kaplaskarð.
Rúta með 32 manns um borð sat föst í ánni og gekk björgunarsveitarfólki vel að ferja farþegana í land sem voru síðan sóttir af annarri rútu.
Þegar búið var að bjarga fólkinu var rútunni komið í land til að koma í veg fyrir mengunarslys.
Myndirnar hér fyrir neðan eru frá vettvangi í dag frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.